Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Frambjóðendur

Varamenn

 

Stefnumál

Nútímalegri kennsluhættir

Mikið af þeim fræðum sem kennd eru á sviðinu hafa haldist óbreytt í áraraðir. Mörg þeirra eru líka ný af nálinni. Röskva vill beita sér fyrir því að gerð verði regluleg úttekt og endurskoðun á kennsluháttum og námsefni innan námsleiða. Það stuðlar að því markmiði að námskeið séu í takt við nútímann, atvinnulífið og fræðin. Eitt af stærstu skrefunum sem hægt væri að taka í áttina að þessu markmiði er upptaka fyrirlestra. Röskva vill aukningu á rafrænum skilum sem er einnig skref til framfara og umhverfisvænni kostur. Nokkur námskeið eru þess eðlis að nemendur læri að nota ákveðin forrit. Dæmi eru um að heilu námskeiðin séu kennd í tölvu en svo er lokaprófið þreytt með blaði og blýanti. Þetta er ótækt og sýnir ekki raunverulega hæfni nemenda sem þurfa að taka upp nýja námsaðferð rétt fyrir lokapróf.

 

Aðstaða nemenda

Röskva vill að allir hafi sömu tækifæri til náms og er því mikilvægt að nemendur á öllum árum hafi aðgang að vinnurými. Að sama skapi mætti bæta aðgengi grunnnema að lesstofu í Öskju. Aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant á háskólasvæðinu og þá sérstaklega í VR-ll.

Röskva vill hafa byggingarnar aðgengilegar öllum og að opnunartímar mæti þörfum nemenda. Lærdómstími fólks er persónubundinn og er því mikilvægt að byggingar séu opnar á öllum tímum sólarhringsins, ásamt því að allir nemendur ættu að geta fengið aðgang að þeim þegar þeir vilja.

Skortur er á skápum í byggingum raunvísindadeilda og Röskva vill að komið verði fyrir skápum í VR-ll. Eftirtektarverður skortur er á fjölbreyttum og næringarríkum mat í sjálfsölum háskólabygginga og okkur þykir mikilvægt að bæta úrvalið eins og að auka vegan mat og fjölga sjálfsölum. Borð- og mataraðstöðu í Tæknigarði (Háma Heimshorn) er ábótavant vegna skorts á borðplássi og vill Röskva beita sér fyrir að fjölga þar borðum og stólum.

 

Aukið samstarf við atvinnulífið

Til þess að tryggja að námið í háskólanum sé í tengslum við þarfir samfélagsins viljum við að nemendur geri verkefni sem ber saman við verkefni í atvinnulífinu. Þar að auki vill Röskva að lokaverkefnum innan deildarinnar sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki í atvinnulífinu verði fjölgað. Miklu máli skiptir að nemendur fái tækifæri til þess að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg vandamál. Þar að auki viljum við koma á fót starfsnámi hjá sem flestum deildum. Starfsnám gefur nemendum góðan undirbúning og reynslu fyrir störf á vinnumarkaði og er því mikilvægt að það standi til boða.

 

Fræðsla nýnema

Kynning á réttindum nýnema teljum við ábótavant og vill Röskva að hagnýtar upplýsingar séu aðgengilegri. Miklu máli skiptir að nemendur séu upplýstir um alla þá þjónustu sem þeir hafa aðgengi að og nýti sér hana rétt eins og aðrir nemendur. Háskólinn bíður upp á fjölbreytt úrval af þjónustu eins og t.d. sálfræðiaðstoð, lögfræðihjálp, íþróttahús o.fl.

Auglýsingar