Menntavísindasvið

Frambjóðendur

Varamenn

Stefnumál

  1. Aukið aðgengi í Stakkahlíð.

Það er mikið baráttumál fyrir Röskvu að bæta aðgengið í Stakkahlíð svo um munar. Útidyrahurðar þurfa að vera sjálfvirkar, en svo er ekki raunin í dag. Auk þess sem þarf að bæta öryggi við skólann, sérstaklega er kemur að lýsingu og hálku, bílastæði ættu einnig að vera nothæf allan ársins hring. Auk þess þarf að huga betur að þeim nemendum sem að eiga börn og gera betri aðstöðu fyrir þau. Salerni ættu að vera kynjalaus, sama hvar þau eru staðsett í húsinu. Aðgengi að lesrými þarf að vera til staðar, rými þar sem er þögn og nemendur geta lært í friði, þess konar aðstaða er ekki í boði fyrir nemendur.

  1. Íþróttahús við Stakkahlíðina

Röskva leggur áherslu á það að aðstaðan fyrir nemendur í Íþrótta-og heilsufræði til þess að sinna heimanámi verði betri en hún er í dag. Það er Íþróttahús sem stendur við Stakkahlíðina í eigu Háskólans. Háskólinn er þó aðallega að leigja húsið út til Reykjavíkurborgar og því fá nemendur ekki aðstöðu þar. Stefnt er að því að Háskólinn fái tíma í húsinu til afnota, Röskva mun berjast fyrir því og sjá til þess að nemendur Menntavísindasviðs fái nægan tíma í húsinu. Íþróttahúsið myndi geta nýst öllum nemendum á sviðinu og er því kærkomin viðbót við aðstöðu sviðsins. Auk þess sem að við sjáum fram á að húsið gæti nýst við ýmiskonar tilefni fyrir nemendur Háskóla Íslands.  

  1. Aðgengi Fjarnema

Menntavísindasvið býr svo vel að hafa fjölbreytt val um fjarnám. Staðlotur þurfa þó að vera betur nýttar og gerðar í samvinnu við fjarnema. Með auknu samstarfi væri hægt að gera námið skilvirkara og fækka ferðum fjarnema á hverri önn. Auk þess þarf að samstilla námið og jafna þær kröfur sem settar eru á staðnema og fjarnema.

  1. Samræma skyldumætingu

Flestir tímar menntavísindasviðs eru með skyldumætingu, 80% eða meira. Þó er lítið hægt að gera ef að tveir skyldumætingartímar lenda á sama tíma. Mörg námskeið eru með skylduferðalög, sem að bitnar þá á öðrum áföngum. Þetta er algjörlega ótækt og þarf breyta. Við búum svo vel að margir tímar eru teknir upp vegna fjarnámsins, svo nemandi ætti að eiga kost á því að bera ábyrgð á sínu námi. Röskva vill því að hægt sé að sinna náminu sínu á þann hátt sem hentar hverjum nemanda. Ef að skyldumæting er staðreynd þarf líka að vera boðið upp á lausnir til þess að koma til móts við þá nemendur sem missa út tíma eða sjá fram á að geta ekki mætt alltaf.

  1.    Halda áfram að efla Stakkahlíð með sambærilegri þjónustu og viðburðum og er í Aðalbyggingu.

Á síðastliðnum vetri hafa viðburðir í Stakkahlíðinni aukist töluvert, sem er frábært. Röskva vill halda áfram að efla Stakkahlíðina á þennan hátt. Meðal annars með því að fá sambærileg ör-námskeið, reglulegri viðburðum og að hægt sé að sækja mikilvæga þjónustu í byggingunni. Mikilvægt er að mögulegt sé að fá staðfesta skólavist í Stakkahlíð og að það sé námsráðgjafi starfandi við sviðið. Einnig viljum við auka samvinnu á milli deilda, það væri hægt með því að hver deild myndi skipuleggja viðburð fyrir aðrar deildir innan sviðsins.

  1.    Sýnilegri talsmaður nemenda innan veggja skólans.

Röskva vill einnig að sviðsráðið og stúdentaráð verði sýnilegri innan veggja Stakkahlíðar. Sérstaklega er kemur að prófatíð og í staðlotum, þar sem að þá koma oft upp vafamál eða álitamál, sem að nemendur vita oft ekki hvernig þeir eigi að vinna í. Með því að hafa talsmenn nemenda sýnilegri er auðveldara að gera nemendur meðvitaðri um að hægt sé að leita til þeirra í hinum ýmsu málum.

  1.    Háma í Stakkahlíð á að hafa sambærilegt úrval og í Aðalbyggingu.

Röskva telur mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreyttara úrval í Stakkahlíð. Sérstaklega er kemur að réttum fyrir grænmetisætur og vegan einstaklinga. Auk þess þarf að auka magnið sem keypt er í Staðlotum. Einnig væri kjörið að bæta við vatnsvélum í bygginguna, þar sem að eftir lokun Hámu er vandfundið að finna kalt og gott vatn í byggingunni.

  1.    Heilsueflandi Háskóli.

Röskva vill hvetja nemendur til að lifa heilsusamlegum lífstíl. Þar af leiðandi finnst okkur mikilvægt að huga mætti að líkamstöðu nemanda, en með upphækkanlegum borðum gætu nemendur bæði staðið og setið við vinnu. Auk þess sem við erum með aðgang að öflugum nemendum sem gætu stjórnað fjölbreyttum námskeiðum sem lúta að heilsueflingu.

        9.      Bæta Diplómanámið

Röskva mun halda áfram að berjast fyrir því að Diplómanámið verði fest í sessi í fjárhagsáætlun. Mikilvægt er að námið sé lengt auk þess sem nemendur eiga að hafa kost á að þvi að útskrifast við sömu athöfn og aðrir nemendur Menntavisindasviðs. Námið er mikilvægur hluti menntavisindasviðs og viljum við efla það eftir fremsta megni!

10.    Námsráðgjafi í Stakkahlíð

Námsráðgjafi í Stakkahlíð Það er mikilvægt fyrir nemendur Stakkahlíðar að geta sótt þjónustu Námsráðgjafa í byggingunni okkar. Það er ótækt að nemendur menntavísindasviðs þurfi að fara sérferð til þess að sækja þjónustu sem ætti að vera sjálfsagður réttur okkar.

Auglýsingar