Heilbrigðisvísindasvið

Frambjóðendur

Varamenn

Stefnumál

Kennsluhættir

Góðir kennsluhættir ýta undir góðan árangur nemenda í námi og starfi. Mikilvægt er að efla kennsluhætti við Heilbrigðisvísindasvið og jafnframt að jafnrétti til náms sé tryggt.

Röskva krefst þess að:

 • Prófsýningar séu námstækifæri fyrir nemendur. Röskva gerir kröfu um að hver kennari auglýsi fyrirfram ákveðin dag þar sem prófsýning fer fram, í stað þess að nemendur þurfi ítrekað að óska eftir henni sjálfir. Andúð kennara gagnvart prófsýningum á ekki að vera til staðar.
 • Kennslustundir séu markvisst teknar upp. Annað mismunar nemendum. Þar sem upptaka fyrirlestra er frekar undantekning en regla er Háskóli Íslands ekki að fylgja stefnu sinni um jafnrétti til náms. Þessu er nauðsynlegt að breyta.
 • Kennslukannanir verði gerðar notendavænni. Mikilvægt er að fulltrúi nemenda taki þátt í yfirferð kennslukannanna í hverri deild Heilbrigðisvísindasviðs. Röskva ætlar að fylgja þessu eftir.
 • Allir nemendur eiga rétt á endurtökuprófum.
 • Eingöngu verði notuð nemendanúmer við próftöku í öllum deildum sviðsins til þess að tryggja sanngirni gagnvart nemendum og persónuvernd.
 • Einingar verði í samræmi við vinnuálag.
 • Sein einkunnskil heyri sögunni til.
 • Röskva vill kanna leiðir til að gera skiptinám aðgengilegra fyrir alla nemendur á Heilbrigðisvísindasviði.
 • Nemendur í klínísku námi hafi veikindaréttindi.

 

Undirfjármögnun Heilbrigðisvísindasviðs

Háskólinn er verulega undirfjármagnaður og Heilbrigðisvísindasvið er þar engin undantekning. Röskva telur að það þurfi að grípa til frekari aðgerða til að vekja athygli á undirfjármögnun Heilbrigðisvísindasviðs.

Röskva krefst þess að:

 • Greinaskriftaátak sviðsráðs HVS verði til að vekja athygli á bágri stöðu Heilbrigðisvísindasviðs
 • Allar deildir sviðsins fái sameiginlegt húsnæði. Starfsemin er mjög dreifð sem veldur hærri rekstrarkostnaði, sem er talinn vera allt að milljarður á ári. Einnig tapast tækifæri til þverfaglegrar kennslu og tenglsamyndunar komandi heilbrigðisstétta.
 • Reiknilíkan Menntamálaráðuneytisins verði endurskoðað eins og stendur til samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og hefur staðið til í meira en áratug.

 

Aðstaða á Heilbrigðisvísindasviði

Ýmsar deildir sviðsins eru dreifðar vítt og breitt um háskólasvæðið. Aðstaðan er misjöfn. Einn af mikilvægum og gríðarlega jákvæðum fylgifiskum háskólanáms er tengslamyndun milli fagstétta.

Röskva krefst þess að:

 • Ný ríkisstjórn standi við loforð sín um byggingu nýs spítala fyrir árið 2023 og að sameiginlegt húsnæði nemenda við Heilbrigðisvísindasvið sé þar tryggt.  
 • Háma minnki plastnotkun, þeir sem eru með fjölnota kaffimál fái ódýrara kaffi.
 • Mataraðstaða nemenda í Eirberg verði endurskoðuð.
 • Það verði búin til mataraðstaða fyrir nemendur í Stapa.
 • Myglan í Eirbergi verði drepin fyrir fullt og allt. Það er skýlaus krafa Röskvu að nemendur séu ekki látnir stunda nám í heilsuspillandi húsnæði. Það er ólíðandi að nemendur séu enn að glíma við einkenni af völdum hennar.
 • Fá sjálfsala í Eirberg.
 • Endurkoma sófans á þriðju hæð í Læknagarði verði tryggð. Það er hneisa að hann hafi verið fjarlægður.

 

Markviss kennsla á hinsegin málefnum á Heilbrigðisvísindasviði

Hinseginfræðsla er ekki hluti af grunnnámi neinna greina Heilbrigðisvísindasviðs, nemendur þurfa að sækjast eftir henni sjálfir. Sýnt hefur verið fram á að hún auki þekkingu á hinsegin málefnum meðal læknanema sem fá fræðslu í gegnum Ástráð. Hinseginfræðsla er mikilvægt tól til þess að bæta heilbrigðisþjónustu þar sem stór hópur skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er hinsegin og hluti af hinsegin fólki þarf ævilanga meðferð.

Röskva krefst þess að

 • Deildir innan Heilbrigðisvísindasviðs viðurkenni mikilvægi hinseginfræðslu.
 • Hinseginfræðsla, sem miðar að því að gera heilbrigðisstarfsfólk betur í stakk búið að taka á móti hinsegin einstaklingum, verði aðgengileg.
 • Kennsla á hinsegin málefnum verði að lokum hluti af námsskrá.

 

Könnun fyrir nemendur í verknámi á LSH

Röskva vill að könnun fyrir nemendur í klínísku námi sem hefur verið lögð fyrir síðustu ár verði endurskoðuð. Mikilvægt er að kannanir séu aðferðafræðilega sterkar og einfaldar við töku til að auka þátttöku og þannig marktækni könnunar.

Röskva krefst þess að:

 • Aukin eftirfylgni verði á niðurstöðum og úrbótum með rýnihópum í hverri deild.
 • Könnunin muni að endingu ná til allra deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs en hingað til hefur hún ekki náð til sálfræðideildar, matvæla- og næringarfræðideildar og tannlæknadeildar.

 

Auglýsingar