Félagsvísindasvið

Frambjóðendur

Varamenn

Stefnumál

Sjúkrapróf og upptökupróf

Eftir harða baráttu voru sjúkra- og upptökupróf  haldin í byrjun janúar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði en hingað til hafa þau verið haldin í byrjun sumars. Röskva vill tryggja að sama fyrirkomulag verði einnig innleitt á Félagsvísindasviði.

Kynjafræði sem aðalgrein

Röskva hefur barist ötullega fyrir því að kynjafræði verði gerð að aðagrein til 120 ECTS eininga innan Félagsvísindasviðs. Undanfarin starfsár hafa Röskvuliðar unnið að þessu markmiði í samstarfi við kynjafræðikennara stjórnmálafræðideildarinnar með góðum árangri. Röskva hyggst klára þessa vinnu fyrir næsta ár.

Nútímalegri kennsluhættir

Röskva ítrekar afstöðu sína um að kennarar nýti sér þá tækni sem þeim stendur til boða, til dæmis til þess að setja upptökur af fyrirlestrum á netið. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að jafnrétti til náms því það gerir fólki kleift, sem af ýmsum ástæðum getur ekki sótt allar kennslustundir, að stunda nám sitt. Röskva telur ósanngjarnt að skerða möguleika þeirra til náms og námslána.

Kennslukannanir & hagsmunafulltrúar

Gegnsæi kennslukannana hefur lengi verið ábótavant sem endurspeglast í dremri þátttöku nemenda. Síðastliðin skólaár hefur hafist vinna varðandi þau mál. Röskva hyggst einbeita sér enn frekar af þeim málum og tryggja þátttöku hagsmunafulltrúa hverrar deildar við yfirferð þeirra.

Aðgangur nýnema að kennurum

Mikilvægt er að stuðla að uppbyggilegum samskiptum milli kennara og nemenda. Röskva leggur til að allar deildir innan Félagsvísidasviðs taki upp núverandi fyrirkomulag, sem tíðkast m.a. innan stjórnmálafræðideildarinnar, er varðar mentorfundi milli kennara og nýnema. Er það einkum til þess fallið að bæta kennsluhætti innan sviðsins.

Kennslukannanir & hagsmunafulltrúar

Mikilvægt er að stuðla að uppbyggilegum samskiptum á milli kennara og nemenda. Röskva vill að allar deildir  Félagsvísindasviðs taki upp núverandi fyrirkomulag, sem tíðkast m.a. innan stjórnmálafræðideildar, er varðar mentorfundi milli kennara og nýnema. Er það einkum til þess fallið að bæta kennsluhætti innan sviðsins. Slíkir fundir geta meðal annars fyrirbyggt misskilning nemenda um hvaða námskeið þeir hafa færi á að velja í gunnnáminu.

Félagsvísindasvið vantar fjármagn

Núverandi fjármagn sem rennur til Félagsvísindsviðs er reiknað samkvæmt úreltum reglum. Sá peningur sem félags- og hugvísindasvið fá fyrir hvern nemanda er mun minni heldur en á öðrum sviðum háskólans. Þessar reglur verða til þess að kennarar sviðsins fá minna borgað, hindrar framþróun kennsluhátta og skerðir gæði náms.

Virða tímamörk

Til þess að kennsla sé skilvirk er mikilvægt að kennarar virði tímamörk, bæði við lok tíma og í kaffipásum.

Bætt lesrými

Röskva vill að skilrúm á lesstofum grunnnema í Gimli og á Háskólatorgi sé hækkað, fleiri pullur keyptar fyrir hvern stól og að aðgengi sé bætt en það t.d. er ekkert hjólastólaaðgengi á lesstofunum. Þar að auki þarf að bæta við borðum í Odda og á Háskólatorg.

Hópavinnuherbergi

Röskva vill að nemendur hafi greiðari aðgang að hópavinnuherbergjum, til dæmis væri hægt að nýta tómar stofur. Röskva vill benda á að hver og einn nemandi getur fengið kennslustofu bókaða í þrjár klukkustundir í senn, einu sinni í viku, til þess að vinna hópaverkefni. Til þess þarf aðeins að senda tölvupóst á kennslustofur@hi.is með nafni, kennitölu, námskeiði og nöfnum þeirra sem skipa hópinn.

Auglýsingar