Yfirlýsing Röskvu vegna yfirvofandi verkfalla starfsmanna BHM

Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, skorar á stjórnvöld að beina sjónum sínum að vanda háskólamenntaðra og annars launafólks sem sífellt situr eftir með sárt ennið þegar kemur að kjarasamningum við ríkið. Lýsa samtökin eftir forgangsröðun í þágu launafólks, háskólamenntaðra og námsmanna; í stuttu máli, í þágu okkar allra. Jafnframt lýsir Röskva yfir stuðningi við…

Er einkarekinn lánasjóður í hag nemenda?

Röskva harmar að grundvöllur hafi skapast fyrir stofnun einkarekins lánasjóðs fyrir námsmenn. Nýlega bárust fregnir af því að nýr einkarekinn lánasjóður hafi verið stofnaður fyrir námsmenn. Einkarekinn lánasjóður er annars eðlis en ríkisrekinn; hann hefur það markmið að græða á nemendum. Í því felast óhagstæðari kjör fyrir nemendur; vextirnir eru mun hærri, mánaðarlegar greiðslur eru…

Óréttlætið í réttlætisaðgerð ríkisstjórnarinnar

18.11.2014 Í síðustu viku fóru 80 milljarðar að tínast úr ríkissjóði við leiðréttingu á skuldum einstaklinga með verðtryggð húsnæðislán sem til staðar voru einhvern tímann á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009. Á sama tíma er gerð niðurskurðarkrafa til Háskóla landsins. Á sama tíma er Ísland 36% undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að…

Er skrifstofa SHÍ ópólitískt afl?

Stúdentaráð Háskóla Íslands stýrir hagsmunabaráttu stúdenta en stúdentar mynda tæplega 14.000 manna samfélag. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart þegar fullyrt er að þessi hópur sé gríðarlega fjölbreyttur. Hann samanstendur af fólki á öllum aldri, sem kemur alls staðar að, leggur stund á ýmis konar nám og kemur til með að gegna…

Nóg komið af niðurskurði

26.9.2014 Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag benti Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ á þá uggvænlegu staðreynd að skera á niður fjárframlög til Háskóla Íslands sjöunda árið í röð. Einnig nefndi hún að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hafi hækkað úr 60.000 í 75.000 á síðasta ári. Segir hún að af þeim 180 milljónum sem hækkunin skilar…

Röskva mótmælir frumvarpi ríkisstjórnar til fjárlaga fyrir árið 2015

12.9.2014 Frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár er verulegt áhyggjuefni fyrir háskólastúdenta. Þrátt fyrir 4.1% hækkun á framlögum til Háskóla Íslands frá því í fyrra er ekki greitt með 500 nemendum við Háskólann. Fjöldi þeirra nemenda við HÍ sem ríkið greiðir ekki með hefur því aukist talsvert frá því í fyrra. Það er óviðunandi að…