Bókun á Stúdentaráðsfundi vegna tilnefningar fulltrúa stúdenta í Háskólaráð

Bókun á Stúdentaráðsfundi 19.05.2016RagnaSHÍ

Ég vil færa það til bókunar að mikil óánægja er á meðal Stúdentaráðsliða um fyrirhugaða framkvæmd kosninga um fulltrúa nemenda í Háskólaráð. Er það í fyrsta lagi vegna skorts á undanþágu Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá reglum háskólans hvað varðar framkvæmd kosninganna, í öðru lagi vegna skorts á umboði Stúdentaráðs fyrir því að leitað yrði eftir undanþágu frá reglum háskólans um kosningu fulltrúa nemenda í Háskólaráð, í þriðja lagi vegna skorts á upplýsingaflæði frá fundarstjóra Stúdentaráðsfunda og formanni ráðsins um reglur háskólans um umræddar kosningar og vinnubragða í kringum þær kosningar.

Hvað framkvæmd kosninga varðar er óásættanlegt er að Stúdentaráðsliðar sem kjósa eiga fulltrúa stúdenta í Háskólaráð fái gögn samdægurs um frambjóðendur. Frambjóðendur áttu samkvæmt samkomulagi oddvita fylkinganna sem skipulögðu fundinn að senda inn 250 orða lýsingar um framboð þeirra en þær lýsingar bárust ekki Stúdentaráðsliðum fyrr en eftir hádegi sama dag og fundur Stúdentaráðs var haldinn. Þetta gaf Stúdentaráðsliðum takmarkaðan tíma til að kynna sér öll framboð stúdenta og setti frambjóðendur sem ekki tengdust fylkingum óhjákvæmilega í ósanngjarna stöðu.

Tilnefning Stúdentaráðs í Háskólaráð brýtur þar að auki gegn reglum Háskóla Íslands. Samkvæmt 3. gr. reglna háskólans um fulltrúa í Háskólaráði stendur að tveir fulltrúar nemenda skulu tilnefndir af heildarsamtökum nemenda við háskólann. Í bókstafslið e. í sömu grein stendur að tilnefning fulltrúa nemenda skuli vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Í bókstafslið f. stendur að kosningarétt hafi allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands.

Þrátt fyrir það að forsvarsmenn Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafi auglýst það á vettvangi Stúdentaráðs að fengin hafi verið undanþága frá þessum reglum háskólans er raunin ekki sú. Ég hef fengið það staðfest fra rektor að beiðni Stúdentaráðs um undanþágu frá reglum háskólans verði ekki tekin fyrir fyrr en á Háskólaráðsfundi þann 2. júní og liggur undanþágan því ekki fyrir. Brýtur það því gegn reglum háskólans að Stúdentaráð kjósi með þeim hætti sem hefur verið auglýstur af ráðinu í Háskólaráð.

Að auki liggur ekki umboð frá Stúdentaráði fyrir til þess að formaður Stúdentaráðs geti sent beiðni af hálfu Stúdentaráðs um undanþágu frá reglum háskólans til rektors. Aldrei var auglýst umræða um skipan nemendafulltrúa í Háskólaráð, aldrei var samþykkt fundargerð þess efnis að kosið hafi verið um skipunina í Háskólaráð af Stúdentaráði og engin umræða hefur farið fram á vettvangi Stúdentaráðs um skipunina.

Að auki vil ég færa til bókunar óánægju á meðal Stúdentaráðsliða, og þar tala ég fyrir Stúdentaráðsliða Röskvu og mjög líklega fleiri, fyrirhugaða framkvæmd kosninga á þessum fundi. Samkvæmt 45. grein laga Stúdentaráðs Háskóla Íslands skal dagskrá fundar og fundargögn fylgja fundarboði en það var ekki gert í þessu tilviki. Jafnframt barst Stúdentaráðsliðum ekki tilkynning um það hvernig kosningum yrði endanlega háttað fyrr en samdægurs. Forsendur Stúdentaráðsliða fyrir kosningu frambjóðenda í Háskólaráð og LÍS voru því ekki fullnægjandi auk þess sem tímarammi frambjóðenda til að senda inn lýsingu var afar lítill. Ofangreind vinnubrögð eru þar að auki ekki í samræmi við reglur Stúdentaráðs þar sem fundur skal boðaður að jafnaði þremur dögum fyrir dagsettan fund og fundargögn skuli fylgja fundarboði.

Sem Stúdentaráðsliði, bæði fráfarandi og núverandi, leggst ég því alfarið gegn því að ráðið kjósi með þessum ólögmæta hætti fulltrúa nemenda í Háskólaráð Háskóla Íslands og færi til bókunar allt sem ég hef greint frá hér um vinnubrögð fundarstjóra við framkvæmd kosninga.

-Ragna Sigurðardóttir, Stúdentaráðsliði

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s