Bókun á Stúdentaráðsfundi um vinnubrögð stjórnar SHÍ í umræðu um LÍN

Bókun á Stúdentaráðsfundi 04.06.2016
Ragnar prófíll

Ég vil færa það til bókar að vinnubrögð stjórnar SHÍ undanfarna viku hafa, að mér finnst verið glæfraleg. Eftir að nýtt stúdentaráð tók við þann 19. maí hefur umræðan snúist mikið um vinnureglur SHÍ og að það þurfi að bæta vinnubrögð Stúdentaráðs. Ég furða mig á því hvernig formanni datt ekki í hug að setja LÍN málið á dagskrá þessa fundar, þar sem LÍN er eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Í vikunni kom yfirýsing frá stjórn SHÍ og formaður Stúdentaráðs kom marg oft fram í fjölmiðlum sem talsmaður Stúdentaráðs. Það lítur út fyrir að það sé verið að halda almennum stúdentaráðsliðum frá umræðunni.

Mér fannst viðbrögð formanns Stúdentaráðs í fjölmiðlum eftir kynningu menntamálaráðherra fyrirhyggjulaus, hvað eftir annað mætti hann í fjölmiðla og tjáði sig um LÍN-frumvarpið án aðkomu Stúdentaráðs. Það má þó benda á að formaðurinn nefndi ávallt að hann þyrfti að sjá frumvarpið áður en það var birt og að Stúdentaráð væri ekki búið að mynda sér afstöðu.

Yfirlýsing stjórnar SHÍ hvað varðar dagskrá Alþingis var illa hugsuð og fljótfærin. Það að almennir stúdentaráðsliðar hafi fengið að frétta af yfirlýsingu stjórnar fyrst í gegnum fjölmiðla er óboðlegt. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs ekki öfugt, formaður, varaformaður, hagsmuna og lánaðsjóðsfulltrúi eru kosin af stúdentaráðsliðum og sviðsráðsformenn af sínum sviðsfulltrúum. Það er mikilvægt að stjórnin átti sig á þessari staðreynd og að stjórn skuli í svona stórum málum hafa samráð við sjálft Stúdentaráð.

Ég er vonsvikinn yfir þessum vinnubrögðum, þar sem við höfum talað um að bæta vinnubrögð Stúdentaráðs. Ef stjórn SHÍ ætlar alltaf að taka afstöðu í svona stórum málum án aðkomu ráðsins, þá þjónar Stúdentaráð varla tilgangi nema þeim að vera lýðræðislegakjörinn elítu kaffiklúbbur sem hittist einu sinni í mánuði.

-Ragnar Auðun Árnason, Stúdentaráðsliði

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s