Viðtal við Dag B. Eggertsson

Aðspurður hver Dagur sé segist hann vera úr Árbænum og Fylkismaður. „Ég er kominn af harðlínu raungreinafólki og er fyrstur í stórfjölskyldunni til að fara út í pólitík, að einni góðri undantekningu undanskilinni og það er móðursystir mín. Hún var einn af stofnendum Kvennalistans. Hún og mamma voru rauðsokkur og ég fékk þannig feminískt uppeldi.“ Dagur lærði læknisfræði í háskólanum og nam heimspeki samhliða því. Hann var í Röskvu mestalla háskólagöngu sína, var í framboði fyrir fylkinguna árið 1994 og varð oddviti Röskvu og formaður Stúdentaráðs sama ár. Á þeim árum sem Dagur var í Röskvu og Stúdentaráði voru mál sem snéru að Lánasjóðnum (LÍN) og leikskólamál stúdentaráðsliðum ofarlega í huga. Það sem stóð þó helst upp úr var verkefnið að skapa eins konar hjarta háskólans. Það var hugmynd sem var í raun af grískum uppruna, að búa samræðutorg fyrir stúdenta úr mismunandi áttum þar sem ólíkar hugmyndir fengju að mætast. Þessi staður átti upphaflega að vera í kjallara aðalbyggingarinnar en er í dag Háskólatorg. „Það er góð tilfinning að geta haft áhrif,“ segir Dagur og bætir við að fólk vanmeti mátt vel rökstuddra hugmynda og einblíni of mikið á einstaklinga eða forystumenn í pólitísku starfi. Það séu hugmyndirnar sem lifa áfram.

Dagur ráðleggur þeim sem eru að byrja í háskólanum að taka vel eftir fólkinu í kringum sig og hafa augun og eyrun opin. „Það er ótrúlega mikið af áhugaverðu fólki í háskólanum og maður væri heppinn ef allir lentu í sömu deild og maður sjálfur,“ segir Dagur og bendir á að með því að taka kúrsa úr öðrum deildum kynnist maður fjölbreyttari hópi fólks. Hann mælir einnig með því að taka þátt í stúdentapólitík og segir ekki nauðsynlegt að vera í fyrsta sæti á lista eða í framboði yfir höfuð heldur mælir með því að fólk taki þátt. Maður kynnist mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki við að stíga út fyrir þægindarammann, segir Dagur.

Auk þess hvetur hann námsmenn til gefast ekki upp á náminu. Sumum virðist ganga vel í fögum strax og manni líður eins og allir aðrir séu betur undirbúnir en maður sjálfur. Þá er gott að hafa í huga að það eru oft þeir sem þrauka sem verða bestir í sínu fagi. Hvort sem það er stærðfræði, læknisfræði eða hvað annað þá er það þrautseigja og vinnusemi sem skilar sér að lokum. „Það kemur ekkert af himnum ofan.“

Dagur segir að reynsla sín í Röskvu og Stúdentaráði sé í raun ástæðan fyrir því að hann fór í borgarpólitík. „Ég fór beint úr stúdentapólitíkinni í borgarpólitíkina,“ segir hann, þó að mörg ár hafi liðið þar á milli. Félagsskapurinn skiptir miklu máli í félagsstörfum sem þessum og Dagur segir að sumum af hans bestu vinum hafi hann kynnst í Röskvu. Um daginn hafi hann fylgst með vinum sínum fagna 20 ára brúðkaupsafmæli, en þau hafi byrjað saman í Röskvu.

dagurbermedflottanhnakka
Dagur B. ásamt Elínóru Guðmundsdóttur, ritstýru Röskvu

Af hverju Röskva?

Fyrir forvitnissakir urðum við að spyrja hvernig Dagur endaði í Röskvu. „Það var reyndar óvenjulegt þá, en ég fór á fund hjá bæði Röskvu og Vöku. Við vorum nokkrir sem gerðum þetta,“ segir Dag-ur. Hann sagði okkur frá því að hann hafi frekar átt heima í Röskvu því hugsjónir hans hafi samræmst stefnu Röskvu betur, og segir að hann hafi ekki átt samleið með Heimdellingunum í Vöku. Þá, sem og nú, hafi verið mikil keppni milli fylkinganna en árið eftir að Dagur varð formaður Stúdentaráðs var slagorð Vöku: „Nú er lag, knésetjum Dag!“ Sem Dagur segir að hafi verið heldur til persónulegur slagur. „Það ár unnum við stærsta sigur í sögunni,“ bætir Dagur stoltur við. Að lokum báðum við Dag að segja okkur eitthvað sem fæstir vita um hann. „Ég er með plattfót,“ svaraði Dagur. Hann viðurkenndi síðar hlæjandi að þetta væri staðlað svar fyrir þessar aðstæður.

Elínóra Guðmundsdóttir og Ragna Sigurðardóttir tóku viðtal við Dag B. fyrir haustblað Röskvu sem má lesa í heild hérna.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s