Kveðja frá ritstýru Röskvu

Kæru samnemendur, velkomin aftur til starfa. Ég vona að haustið hafi farið vel af stað hjá ykkur og að þið séuð öll jafn spennt og ég fyrir kaffiþambinu sem bíður, kaffið drekkur sig jú ekki sjálft. Þið voruð eflaust öll farin að sakna lægðanna og stormanna líkt og ég, en blessunarlega þurftum við ekki að örvænta lengi.

Í upphafi annar velti ég fyrir mér námi. Nám. NÁM. Námið. Erfitt nám. Auðvelt nám. SKÍTLÉTT nám. Ég hef nefnilega stundum velt fyrir mér hvort það nám sem er flokkað sem „léttara“ nám, sé létt vegna þess að það er svo skemmtilegt. Auðvitað er miklu léttara að lesa eitthvað ógeðslega skemmtilegt. Með fullri virðingu fyrir öllu námi, en kannski er örverufræði svona erfið því hún er svo leiðinleg? Meikar fullkomið sens. En kannski erum við bara ekki nógu góð í að njóta námsins.

Smá útúrdúr, en pælum samt í námi; nám er meiriháttar. Nám er á sama tíma forréttindi og mannréttindi. Allir ættu að geta sótt nám en ekki nærri allir geta það. Mennt er máttur.

Við þurfum að njóta meira. Nýta fróðleikinn sem okkur er boðinn. Taka blíðlega á móti honum og koma honum fyrir á góðum stað í heilanum í stað þess að láta kennara og aðra þvinga hann nauðugan viljugan inn á stað sem hann svo flýr um leið og prófin eru búin. Hví streitist maður svona á móti? Virðum vitneskjuna, varðveitum hana, forever.

Megum við öll eiga gott námsár!

Þessi grein birtist fyrst í haustblaði Röskvu sem má lesa hérna.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s