Yfirlýsing Röskvu vegna yfirvofandi verkfalla starfsmanna BHM

Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, skorar á stjórnvöld að beina sjónum sínum að vanda háskólamenntaðra og annars launafólks sem sífellt situr eftir með sárt ennið þegar kemur að kjarasamningum við ríkið. Lýsa samtökin eftir forgangsröðun í þágu launafólks, háskólamenntaðra og námsmanna; í stuttu máli, í þágu okkar allra. Jafnframt lýsir Röskva yfir stuðningi við verkföll Bandalags háskólamanna og baráttu aðildarfélaga þess fyrir bættum kjörum.

Röskva harmar aðgerðarleysi ríkisins í kjaradeilum BHM. Nú þegar hafa verkföll 27 lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og 533 lífeindafræðinga, ljósmæðra, geislafræðinga og náttúrufræðinga á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnununum á höfuðborgarsvæðinu og víðar skollið á. Auk þess hefur fjöldi annarra félaga innan BHM samþykkt verkfallsaðgerðir á næstu mánuðum og allt stefnir í að rúmlega 3.000 félagsmenn leggi niður störf.

Verkföllin hafa ekki aðeins áhrif á notendur heilbrigðiskerfisins og annarrar þjónustu sem háskólamenntaðir veita, heldur einnig á nemendur þar sem ýmsar stofnanir þar sem störf verða lögð niður eru einnig kennslustofnanir. Nefna má sjúkrahús þar sem klínískt nám raskast töluvert. Stofnanir sem þessar mega ekki við auknu álagi.

Röskva vekur einnig athygli á þeim samfélagslega vanda sem hæg þróun launa háskólamenntaðra og annars launafólks hefur mér sér í kjölfarið. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hyggjast leggja niður störf síðar í mánuðinum og atbeina ríkisins er einnig þörf til að leysa þær kjaradeilur. Ljóst er að verkfallshrina launafólks er hafin.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s