Málfundur með frambjóðendum í rektorskjöri við Háskóla Íslands

Næstkomandi fimmtudag 26. mars verður haldin fundur með frambjóðendum til rektorkjörs og Félagi prófessora við ríkisháskóla í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Frambjóðendur munu skýra stöðu sína gagnvart nokkrum af helstu málefnum er varða stjórnskipan HÍ, fylgt með pallborðsumræðum og að lokum verður boðið upp á léttar veitingar.

Við hvetjum alla til að kynna sér málefni frambjóðenda og taka þátt í kosningum til rektors sem mun eiga sér stað á Uglunni mánudaginn 13. apríl.

DAGSKRÁ:

12:00 Fundarstjóri setur fundinn.

12:02 Ávarp formanns Félags prófessora við ríkisháskóla.

12:10 Rektorsefni gera grein fyrir afstöðu sinni til málefna Háskóla Íslands. Hver frambjóðandi hefur 15 mínútur.

12:55 Pallborðsumræður með frambjóðendum.

13:25 Léttar veitingar í lok fundar.

Rektorsframbjóðendur eru vinsamlegast beðnir að hafa eftirfarandi atriði í huga:

– Fjármál Háskóla Íslands. Hvernig meta frambjóðendur fjárhagslega stöðu HÍ og einstakra sviða? Hvað þyrfti að endurskoða og hverju breyta?

– Stjórnskipulag og jafningjastjórnun (academic governance) í Háskólanum. Hvað, ef eitthvað, þarf að endurskoða í skipulagi háskólans (yfirstjórnar, sviða og deilda)? Eiga kennarar að hafa stjórnunarskyldu og þá hvers vegna?

– Sameining HÍ og KHÍ. Hvernig hefur tekist til við sameiningu HÍ og KHÍ að mati rektorsframbjóðenda. Hvað þarf að skoða eða endurskoða í ljósi reynslunnar?

– Kennslumál HÍ. Hvað finnst rektorsefnum um inntökureglur HÍ, kennsluhætti í skólanum og aðstöðu til kennslu og náms? Er ástæða til að meta betur árangur og framlag kennara í kennslu og þá hvernig? Eiga allir kennarar að hafa sömu kennsluskyldu?

– Rannsóknir við HÍ. Vilja rektorsefni breyta áherslum og árangri í rannsóknum í HÍ og þá hvers vegna og hvernig? Eiga háskólakennarar að hafa rannsóknaskyldu og þá af hverju/af hverju ekki?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s