„Feminismi gegn fasisma“ – baráttufundur í Iðnó 8. mars

Á sunnudaginn verður haldin fundur í Iðnó með yfirskriftina „Feminismi gegn fasisma“.

Á fundinum ræða Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir hvernig stjórnmálaþátttaka kvenna og feminísk hugmyndafræði getur reynst öflugt afl gegn upprisu öfgafullra hægri flokka í Evrópu.

Við hvetjum alla til að mæta og eiga upplýsta stund á sunnudaginn.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti verður sem endranær tilefni til baráttufundar í Iðnó þann áttunda mars næstkomandi. Fundurinn í ár ber yfirskriftina „Feminismi gegn fasisma“ og horfir til svara feminisma við uppgangi fasisma víðsvegar um Evrópu. Svara er leitað um hvort stjórnmálaþáttaka kvenna eða hugmyndafræði feminismans veiti mögulega svör við auknum vinsældum hægri öfga flokka innan Evrópu. Fundurinn verður með hátíðarsniði vegna 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna á árinu og verður því boðið upp á pallborðsumræður að loknum framsögum þar sem gestir eru hvattir til þess að taka þátt í líflegum umræðum um málefni ársins

Fundurinn hefst klukkan 15.00 í Iðnó og lýkur kl. 17.00
Dagskráin verður eftirfarandi:
15.00 – 15.30: Framsögur
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Drífa Snædal
15.30 -15.45: Spurningar úr sal
15.45 Hljómsveitin Eva spilar
15.55 Kaffihlé
16.15 – 17.00 Pallborðsumræður
17.00: Hljómsveitin Eva leiðir fjöldasönginn Áfram stelpur!

Allir velkomnir!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s