Stjórn Röskvu 2015-16

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kaus framkvæmdastjórn fyrir árið 2015-16 á seinasta aðalfundi sem haldinn var miðvikudaginn 18. febrúar.

Auk hefðbundinna stjórnarkosninga var tillaga samþykkt um stofnun embættis þýðanda. Tillagan var samþykkt í því skyni að efla rödd þeirra 11% erlendu nemenda innan Háskóla Íslands sem of lengi hafa verið aðskildir innan háskólasamfélagsins. Nauðsyn er að auka upplýsingaflæði almennt til nemenda, en einnig verður að tryggja aðgengi að þeim upplýsingum óháð móðurmáli og þannig stuðla að auknu jafnrétti innan Háskóla Íslands.

Nýkjörinn formaður Röskvu er Kristján Orri Víðisson, læknisfræðinemi á öðru ári, sem hefur seinustu tvö ár sinnt stjórnarstarfi í félagi læknanema.

Stöðu varaformanns verður einnig sinnt af nemanda á heilbrigðisvísindasviði en Arnar Gunnarsson, sálfræðinemi með markaðsfræði sem aukagrein, var kjörin í það starf við góðar undirtektir.

 

Stjórn Röskvu fyrir komandi ár er svohljóðandi:

 

Formaður: Kristján Orri Víðisson

Varaformaður: Arnar Gunnarsson

Gjaldkeri: Halla Sif Svansdóttir

Ritstjóri: Elinóra Guðmundsdóttir

Ritari: Nanna Hermannsdóttir

Skemmtanastýra: Sigrún Eir Axelsdóttir

Almannatengill: Ólafur Björn Tómasson

Þýðandi Magnús Pálsson

 

Meðstjórnendur:

Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir, Álfrún Perla Baldursdóttir, Emma Björk Hjálmarsdóttir, Eydís P. Blöndal, Heiður Anna Helgadóttir, Inga Sæbjörg Magnúsdóttir, Olgeir Guðbergur Valdimarsson, Sindri Dan Garðarsson, Stella Rún Guðmundsdóttir, Sunna Mjöll Sverrisdóttir og Urður Ásta Eiríksdóttir

Varamenn: Ásta Hlín Magnúsdóttir, Bjartur Steingrímsson, Tanja Rut Bjarnadóttir, Valgerður Bjarnadóttir

Skoðunarmenn reikninga: Eydís P. Blöndal og Heiður Anna Helgadóttir

Varaskoðunarmaður reikninga: Sunna Mjöll Sverrisdóttir

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s