Óréttlætið í réttlætisaðgerð ríkisstjórnarinnar

18.11.2014

Í síðustu viku fóru 80 milljarðar að tínast úr ríkissjóði við leiðréttingu á skuldum einstaklinga með verðtryggð húsnæðislán sem til staðar voru einhvern tímann á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009.

Á sama tíma er gerð niðurskurðarkrafa til Háskóla landsins. Á sama tíma er Ísland 36% undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að fjárveitingu til háskólakerfisins. Á sama tíma boða prófessorar til verkfalls vegna óleiðréttra launa.

Á árunum 2009 til 2013 jókst fjöldi ársnema við HÍ um tæplega 1.500. Þetta kemur fram í fjárlögum næsta árs. Prófessorar fá ekki greitt fyrir vinnuna sem fylgir þeirri fjölgun. Samkvæmt fjárlögum næsta árs verður þar að auki ekki greitt með 500 nemendum við Háskóla Íslands. Þetta kemur til vegna niðurskurðarkröfu á Háskóla Íslands. Niðurskurðarkröfu þessari er haldið til streitu á meðan 80 milljörðum er varið, úr ríkissjóði, í leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána.

„Aukning í nemendafjölda leiðir ekki sjálfkrafa til hækkunar á fjárheimild til að greiða fyrir fjölgun ársnema.“ Þetta benti Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra á í fyrirspurnartím á Alþingi fyrr í mánuðinum um fjárlög til Háskóla Íslands. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gefur sér ekki að háskólar eigi að fá greitt í samræmi við fjölgun nemenda. Það er þó lögbundið hlutverk Háskóla Íslands sem ríkisháskóla að taka við öllum nemendum sem sækja um skólavist. Fyrstu árin eftir hrun kom það hlutverk skýrt í ljós, HÍ tók við öllum þeim nemendum sem vildu setjast á skólabekk á tíma gríðarlega mikils niðurskurðar í menntakerfinu.

91 þúsund einstaklingar fá greiðslur frá ríkinu vegna verðtryggðra húsnæðislána sinna í gegnum skuldaleiðréttingu ríkisins. Fáir þeirra eru nemendur. Fáir þeirra eru leigjendur. 25 milljarðar af þessari leiðrétttingu renna hins vegar til hjóna með yfir 16 milljónir í laun. Hvers konar ríkisstjórn greiðir 25 milljarða úr ríkissjóði til hátekjufólks þegar grunnstoðir samfélagins hanga á bláþræði?

Nú horfa nemendur hins vegar upp á áframhaldandi niðurskurð til háskólans, á væntanlegt verkfall vegna óleiðréttra launa prófessora þeirra, á vanrækslu núverandi ríkisstjórnar á menntakerfi þeirra og velferðarkerfi. Hvar felst rétttlætið nákvæmlega í þessari svokallaðri réttlætisaðgerð? Er það réttlæti fyrir ákveðnar kynslóðir, réttlæti fyrir fólk með ákveðnar tekjur eða réttlæti bara fyrir kjósendur ríkisstjórnarinnar?

Á meðan ríkisstjórnin leggur til fé í þágu annarra samfélagshópa sitja námsmenn eftir með sárt ennið. Hækkun á höfuðstóli verðtryggða námslána verður ekki leiðrétt með skuldaleiðréttingu ríkisins. Niðurskurður til háskólans verður ekki leiðréttur með fjárlögum næsta árs. Laun prófessora verða ekki heldur leiðrétt – ef ekki kemur til fjárheimildar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Háskólanemar standa þá frammi fyrir verkfalli aðra önnina í röð, fyrir óvissu gagnvart námi sínu, gagnvart greiðslu námslána sinna og hreinlega gagnvart framtíð sinni. Á meðan skuldir tuga þúsunda íslendinga eru leiðréttar af ríkinu er enn skorið niður til menntakerfisins. Hvar felst réttlætið í því?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s