Er skrifstofa SHÍ ópólitískt afl?

Stúdentaráð Háskóla Íslands stýrir hagsmunabaráttu stúdenta en stúdentar mynda tæplega 14.000 manna samfélag. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart þegar fullyrt er að þessi hópur sé gríðarlega fjölbreyttur. Hann samanstendur af fólki á öllum aldri, sem kemur alls staðar að, leggur stund á ýmis konar nám og kemur til með að gegna margvíslegum hlutverkum í samfélaginu. Nemendur Háskóla Íslands eru vissulega jafn ólíkir og þeir eru margir og fá tækifæri til að endurspegla þá staðreynd þegar kosið er í Stúdentaráð.

Stúdentaráð er nefnilega pólitískt afl: Það er pólitískt afl sem beitir sér fyrir hagsmunum stúdenta innan, jafnt sem utan veggja Háskóla Íslands. Barátta fyrir auknum fjárveitingum til H.Í. frá ríkinu og slagurinn við L.Í.N. eru tvö dæmi um pólitíska baráttu Stúdentaráðs sem getur einungis átt sér stað utan veggja háskólans.
Það er því gleðiefni að stúdentaráðsliðar, það er fulltrúar stúdenta sem sitja í Stúdentráði, séu fjölbreyttur hópur. Í ráðinu situr fólk með margskonar stjórnmálaskoðanir og pólitíska hugmyndafræði, þar situr fólk af öllum kynjum, bakgrunnum og landshlutum.

Þetta er gleðiefni því það hefur margoft sannað sig að fjölbreyttir hópar eru mun líklegri til að taka ígrundaðri ákvarðanir heldur en einsleitir hópar. Uppruni, aldur, kyn og það hverrar trúar einstaklingur er eru dæmi um atriði sem hafa áhrif á hugsunarhátt og ákvarðanatöku einstaklinga. Þau eiga einnig lykilþátt í mótun pólitískra skoðana, en þær skipta höfuðmáli í þessu samhengi.

Stúdentaráð starfar þó ekki einsamalt: Skrifstofa Stúdentaráðs stýrir áætlanagerð ráðsins ásamt því að sinna gæslu á hagsmunum stúdenta. Á skrifstofu stúdentaráðs starfa fjórir launaðir starfsmenn. Formaður sinnir 90% starfi, varaformaður 30%, hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi 90% og framkvæmdastjóri 50%. Allir núverandi starfsmenn skrifstofunnar eiga það sameiginlegt að hafa starfað í stjórnum ungra sjálfstæðismanna á sínu landsvæði, eða verið í framboði til stjórnar þeirra samtaka. Skrifstofan, sem á að sinna hagsmunabaráttu tæplega 14.000 manna samfélags, kemur öll úr sama stjórnmálaflokknum. Því er líklegt að meðlimir hennar hampi sömu stjórnmálaskoðunum, en það gerir hana hættulega einsleita.

Ákvarðanataka Stúdentaráðs hefur áhrif. Skortur á góðum ákvörðunum hefur þar af leiðandi einnig áhrif. Ef starfsmenn skrifstofunnar sem framkvæma, og jafnframt móta að miklu leyti, ákvarðanir fyrir hönd ráðsins, eru einsleitur hópur eru líkur á því að þeim yfirsjáist ýmsir möguleikar. Ekki aðeins það sem betur mætti fara heldur einnig skilvirkari leiðir að markmiðum. Ekki er nóg að fjölbreyttur hópur Stúdentaráðs komi saman einu sinni í mánuði – starfsmennirnir sem sinna daglegum verkefnum Stúdentaráðs verða og ættu að vera eins fjölbreyttur hópur og möguleiki er á. Því miður uppfyllir núverandi skrifstofa SHÍ ekki þá kröfu og Röskva spyr því stúdenta sem og skrifstofu SHÍ hvort þeim finnist þetta vera viðunandi?

Enn fremur gerir Röskva sérstaklega athugasemd við yfirlýsta pólitíska stefnu SUS, sem er stjórnmálaafl sem kennir sig við frjálshyggju og hefur ítrekað sýnt andúð og hugmyndafræðilega andstöðu gagnvart ýmissi félagslegri þjónustu líkt og opinberu háskólanámi á orði sem á borði. Ljóst er að fólk hljóti að spyrja sig hvort aðilar sem allir eru í forsvari fyrir pólitíska hreyfingu sem berst fyrir einkavæðingu helstu grunnstoða samfélagsins geti starfað af fullum heilindum fyrir hagsmuni nemenda í ríkisháskóla. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands er grundvölluð á hugmynd sinni um opinberan og öflugan ríkisháskóla og gerir þá skýlausu kröfu að fulltrúar og starfsmenn nemenda innan þess skóla beiti sér af fullum þrótti fyrir þeirri hugmynd ofar öðru.

Auglýsingar

2 athugasemdir Bæta þinni við

 1. Óbreyttur stúdent skrifar:

  Engu máli skiptir að þetta fólk sé einnar pólitískrar skoðunar eða annarar ef það sinnir hagsmunum stúdenta fyllilega.

  Líkar við

  1. roskvarokkar skrifar:

   Við erum sammála!

   Fulltrúar Stúdentaráðs eiga að sinna hagsmunabaráttunni af fullum krafti. Enda er Stúdentaráð afl sem beita á þrýstingi á pólitískum vettvangi.

   Að sjálfsögðu þurfa pólitískar skoðanir þeirra fulltrúa að samræmast stefnu Stúdentaráðs, til dæmis að auka eigi fjárlög til háskólakerfisins og LÍN, til að berjast fyrir þeirri stefnu af heilindum.

   Áfram stúdentapólitík!

   Líkað af 1 einstaklingur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s