Nóg komið af niðurskurði

26.9.2014

Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag benti Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ á þá uggvænlegu staðreynd að skera á niður fjárframlög til Háskóla Íslands sjöunda árið í röð. Einnig nefndi hún að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hafi hækkað úr 60.000 í 75.000 á síðasta ári. Segir hún að af þeim 180 milljónum sem hækkunin skilar af sér, séu aðeins 40 milljónir sem skili sér beint til Háskóla Íslands. Restin, 140 milljónir, sitja eftir í ríkissjóði.

Núverandi ríkisstjórn virðist ætla að halda áfram að hækka skatta á námsmenn, fyrst með hækkun skrásetningargjalda og síðan með hækkun á virðisaukaskatti bóka og matvæla.

Á meðan horfum við upp á lækkun auðlegðarskatts og afnám veiðigjalds í þágu hátekjufólks og útgerðareigenda. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu þeirrar ríku á meðan hún sker niður þar sem þegar hefur verið skorið inn að beini.

Háskólinn má ekki við meiri niðurskurði.
Nefskattur á námsmenn vegur að jafnrétti til náms. Forgangsröðun í þágu þeirra sem mestan pening eiga og kerfisbundið niðurrif á grunnstoðum velferðarsamfélagsins – Landspítalans, menningarstofnana og Háskóla Íslands – er andstæð okkar hugsjónum og gengur þvert á hagsmuni námsmanna.

Það er því krafa Röskvu að ríkisstjórnin hætti að þjóna aðeins þeim ríku og forgangsraði raunverulega í þágu almennings – í þágu menntakerfisins og velferðar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s