Röskva mótmælir frumvarpi ríkisstjórnar til fjárlaga fyrir árið 2015

12.9.2014

Frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár er verulegt áhyggjuefni fyrir háskólastúdenta. Þrátt fyrir 4.1% hækkun á framlögum til Háskóla Íslands frá því í fyrra er ekki greitt með 500 nemendum við Háskólann. Fjöldi þeirra nemenda við HÍ sem ríkið greiðir ekki með hefur því aukist talsvert frá því í fyrra. Það er óviðunandi að enn sé vegið að Háskóla Íslands og að hann skuli sæta niðurskurði af hendi stjórnvalda enn eitt árið í röð. Fjárveitingar til menntamála hafa verið skornar niður ítrekað síðustu ár og Háskóli Íslands hefur ekki farið varhluta af þeim fjárhagsþrengingum.

Ljóst er að til þess að Háskóli Íslands geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem ríkisháskóli sem býður öllum alþjóðlega samkeppnishæft háskólanám þurfa stjórnvöld að setja menntamál í forgang við úthlutun fjármuna úr ríkiskassanum. Það er lágmarksskilyrði að hækkun skrásetningargjalda við HÍ skili sér til skólans, sem hún gerir aðeins að litlu leyti eins og staðan er núna. Hækkun virðisaukaskatts á bækur og mat mun hafa gríðarleg áhrif á háskólastúdenta. Það er óásættanlegt, og niðurlægjandi, að bókaskattur skuli nærri því tvöfaldast, skattur sem kemur hvað verst niður á námsmönnum, starfsmönnum menntastofnana og samfélaginu í heild. Stúdentar eru lágtekjuhópur og verðhækkun á nauðsynjavörum er óhæf.

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, skorar því á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar í þágu menntunar á háskólastigi í landinu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s